Maginn alveg að springa! ;)

CoolHehe já það má svo sannarlega segja að maður sé búin að borða aaaaðeins of mikið um jólin og ekki er allt búið enn! Cool Gaman að þessu samt.. Hamborgarhryggurinn hennar mömmu alltaf jafn góður á aðfangadaginn og pakkarnir alltaf jafn flottir og enn flottari með hverju árinu! Svo gaman að fá fullt af nýju dóti.. Ég gaf Ragga sjónvarpsflakkara og 500GB disk með og peysu og svo Hugo ilmatn/rakspíra í skóinn.. Svo gaf hann mér Nokia síma, Crash PS2 tölvuleikinn, bwaha bara góður leikur! Endalaust fyndin þessi Crash!! já.. og svo fékk ég bartskeravél sem á eftir að koma sér að góðum notum og ,,Heilsulausin" bókina sem mig langaði rosalega í! LoL Svo yndislegur hann Raggi minn InLove  Svo fengum við saman matvinnsluvél, einhverja svakalega græju frá foreldrum hans og sitthvora peysuna og OBH Nordica grill frá foreldrum mínum, svo fengum við rosalega sæta mynd af börnunum hans Grétars bróðurs og Helgu, straujárn, glerkertaskál rosa flott.. Svo var fullt en.. Skæri frá Þóru, geðveikt flott nærföt og Love Spell ilmvatnið frá Helgu, Bjarma og Ara og fullt fullt fullt... Grin Svo núna er maður bara að njóta þess hvað það er komið mikið af nýju dóti og liggja í leti.. Ég skellti mér nú samt á 2. í jólum ball með stelpunum! Aldrei þessu vant, hef ekki farið á ball síðan í júlí 2006.. Það var rosalega gaman, byrjaði á að fara heim til Elínborgar og Bjarnar Daða, þar vorum bara ég, Karen, Lovísa og auðvitað Elínborg, það var ekkert smá gaman heima hjá henni! Mikið grín og mikið gaman!! Þau búa í blokk og það voru soldil læti í okkur og viti menn! Er ekki kominn einhver kall að kvarta undan hávaða og sagði að það væru nú sumir að fara að mæta í vinnu um morguninn og blabla, hehe og Elínborg eins hreinskilin og hún er sagði bara: Já, ekki ég! LoL hehe og fékk svo leyfi til að hafa geðveikt hátt í 5 mín í viðbót og svo myndum við fara á ball, hehe og hann samþykkti það.. Svo fórum við á ball að verða 1, það var einhver svakaleg röð og þá fórum við bara á bakvið, Oj Ella með samböndinCool Það var gjörsamlega troooðið þarna inni og þegar klukkan var að verða 3 bað ég bara Ragga að sækja mig vegna þess að ég var ekkert að finna stelpurnar! Já svona er þetta en það var nú samt mjög gaman! Tounge 

.. Svo er bara árið 2008 að fara að bresta á, vonandi verður það jafn skemmtilegt ár og 2007.. Það kemur allavega eitt nýtt barn í vinahópinn og það er hjá Tinnu og Valla, hún er að reyna að bíða með að eiga þangað til yfir áramótin, barnið er aðeins að flýta sér í heiminn.. Ekkert smá spennandi! InLove gaman gaman! LoL Jæja, best að fara að gera eitthvað, held ég hafi bara aldrei bloggað svona langt! Gleðilegt nýtt ár allir! Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgan

maginn sprakk næstum því á fleiri stöðum hehe hefði viljað hitta þig á Balli sætust mín við þurfum að fara að taka systradjamm eða systra rvk ferð... Hittast og spila eða gera eitthvað sneddý Gleðilegt ár sömuleiðis hef ekki enþá hitt þig á nýju ári þetta er skammarlegt!!!!

*knús*

ps. Ari Hrannar Saknar þín

Helgan, 7.1.2008 kl. 10:37

2 Smámynd: Margrét Elísa;)

Já jii! Það er ekki í lagi..  En já ég styð það, gera eitthvað skemmtilegt Ææææ ég sakna hans sko líka!

Margrét Elísa;), 8.1.2008 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband