Þetta er nú meira letilífið;)
13.3.2008 | 20:29
Ég lofaði að ég myndi blogga eitthvað núna þar sem ég er ekki að vinna og ekki í skólanum fyrr en næsta mánudag útaf læknavesens-aðgerðuu, hehe.. Þið vitið sem vitið hvað ég er að tala um
Ég sagði nú reyndar við Elísabetu að ég ætlaði að gera eitt á dag, en ég sé það ekki gerast, verð alltaf svo stopp eitthvað og veit ekkert hvað ég á að skrifa
En allavega, þá er ég bara uppí rúmi núna með hann Ragga minn mér við hlið í viðbragðsstöðunni, gjörsamlega tilbúinn að gera allt fyrir mig, hjálpa mér að standa upp, leggjast niður, laga púðana fyrir mig og breiða yfir mig sænguna og allt, ég þarf ekki að gera neitt sjálf, enn og aftur sannast það hvað það skiptir nú miklu máli að eiga góða að
ég er svo ánægð með hann að ég get ekki lýst því almennilega! Varð bara að tjá mig aðeins um það, hehe
Og ef hann er ekki hjá mér, þá er hann frammi að moppa og þrífa eitthvað, það mætti alveg halda að ég hefði skrifað niður nákvæman lista um hvernig mann ég vildi og svo fékk ég bara akkúrat allt sem ég gæti beðið um og rúmlega það..
Ég er líka bara snortin hvað það eru margir búnir að koma í heimsókn og hringja í mig og svona, þó að þetta sé nú ekkert stórmál þá eru samt allir svo umhyggjusamir og góðir við mann
Ég veit að ég er svolítið væmin núna í þessu bloggi, ég er bara svo happy
Athugasemdir
Nauðsynlegt að vera stundum pínu væmin.. :) Gott að heyra að þér líður vel elskan mín ;*
Jújú þú stendur við loforðið... Mannst bara trikkið sem ég gaf þér... Hahaha talandi um að vera bloggnörd ;)
Elísabet :) (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 20:36
Já, það er nauðsynlegt! Hehe já, þú ert pró í þessu
Margrét Elísa;), 13.3.2008 kl. 20:38
já það er sko gott að eiga góða að eigilega bara ómetanlegt þú ert svo heppin með hann Ragga þinn þvílíkur úrvalsmaður maður verður að kikka á systu sína kemst notla aldrei meðan þú ert í vinnu og skóla þannig þetta er kjörið tækifæri til að kikka á þig farðu vel með þig ljúfan mín og við kikkum bara bæjarferð eftir páska hvað segiru um það?
knús og kram
Helgan, 15.3.2008 kl. 09:11
Takk elskan Já, mér líst sko vel á það! Taka dag í eitthvað ráp bara
Margrét Elísa;), 15.3.2008 kl. 20:08
Takk kærlega fyrir hárgreiðsluna á föstudaginn Magga mín:) ég var ekkert smá ánægð með hana og var mikið hrósað líka;)
Hann Raggi þinn er æðislegur, það liggur engin vafi á því:)
Farðu vel með þig elsku Magga mín;*
annalinda (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 14:08
Takktakk elskan! Það var nú ekki neitt Anna mín Minnsta málið.. Hvernig var svo? Gastu notað þessa spöng eitthvað?
Margrét Elísa;), 16.3.2008 kl. 15:45
Þú ert nú meiri dúllan.. þú ert bara sjálf svo mikið gull að þú ert bara með yndislegt fólk í kringum þig, það sækir í þig :) hefuru pælt í því? hehe
Díana :) (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 19:17
Æj takk elskan:* Nei, ég hugsaði ekki útí það.. Þú ert svo yndisleg Díana mín
Margrét Elísa;), 16.3.2008 kl. 21:40
já ég get sko notað spöngina og hún virkaði vel:) kem með hana á morgun í Americas og sýni þér:)
annalinda (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.