Færsluflokkur: Bloggar
Nýtt blogg;)
6.12.2007 | 13:53
Jáhh nú ætla ég að gera enn eina tilraunina til að blogga eitthvað og vera dugleg að setja inn myndir..
.. Núna er ég á fullu í prófunum, en bara enska og permanent + blástur eftir Síðasti prófdagur hjá mér er á þriðjudaginn.. Eftir það byrja ég svo bara á fullu að vinna á Stofunni fram að jólum! Váts, ekki nema 18 dagar!! Og á eftir að kaupa allar jólagjafirnar, samt búin að ákveða alveg hvað ég gef Ragga, það er mikill léttir
Svo ætlum við stelpurnar bara að kaupa allar eina gjöf og draga svo hver fær hvaða gjöf, mjög sniðugt þegar maður á ekki mikinn pening og í námi.. Líka búin að ákveða hvað ég kaupi þar, eitthvað sem allar geta nýtt sér
Þá er bara eftir öll systkinin mín og makar þeirra og börn, foreldrar og tengdaforeldrar og mágur og konan hans.. Fjúff, nóg að gera
..Jæja nóg komið í bili, ætla að fara að læra, tjá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)