Ótrúlegt hvernig þetta er orðið...
10.12.2007 | 22:21
Já ég á svo sannarlega ekki orð yfir hvernig þetta er orðið í íslenskri skemmtana-menningu! Fyrst byrja einhverjir Keflvíkingar á að ráðast á allt og alla og leggja Kaffi Krús í rúst!! Voða töff eða hitt þá heldur.. Svo á laugardeginum er ball á Draugabarnum á Stokkseyri, þar eru 4 menn saman í hóp bara að leita eftir böggi! Við erum að tala um að þeir mæta í skóm með Stáltá!! og með kylfur! Svo hitti þannig á að Ari bróðir minn er þarna og þeir hafa greinilega ákveðið að taka hann bara fyrir og reyna eins og þeir geta að pirra hann, en Ari sagði þeim bara að hann væri bara ekkert á leiðinni í eitthvað bögg og bað þá að láta sig í friði.. En svona menn eins og þessir, útúr dópaðir og siðblindir skilja ekki svoleiðis.. Svo endar það þannig að þeir ráðst á hann einan 3 eða 4 saman, sem er nú kannski ekki beint sanngjarnt!!
Svo er hann bara fluttur með sjúkrabíl á Selfoss, alblóðugur.. Núna er hann allur bólginn í framan, með sauma og glóðarauga.. Rosalega sorglegt og maður fær bara illt í hjartað!! Hann á þetta svo innilega ekki skilið, gerir engum neitt..
Bara á vitlausum stað á vitlausum tíma... Það var nú sem betur fer eru engin bein brotin! En mönnunum var náð og ég vona svo innilega að þeir fá FEITA kæru... Það eru nokkur vitni en ef einhver veit um einhvern sem sá þetta, þá plís hafið samband við mig.. S: 694-5960


Athugasemdir
Þetta er alveg hræðilegt... Vonandi jafnar hann sig sem fyrst....
Elísabet Ósk (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 22:27
já ég er svo bálreið í hjartanu mínu.
Mikið til af ömurlegu fólki sem hefði betur endað í lakinu!!
Þakka guði fyrir að ekki fór verr. Það vita allir að það þarf bara eitt högg til að bana manni...
Eru þessir menn í haldi?
verður þeim svo bara sleppt og þeir halda áfram á sömu braut?!!!
ARRRRRRGGGGGG
Helgan, 10.12.2007 kl. 22:36
Nei þeir eru örugglega ekki í haldi, svo lélegt þetta kerfi á Íslandi.. Já þeir gera það ábyggilega ef þeir komast alltaf upp með allt svona... Djö aumingjar
Svo á einn af þeim barn eða börn og kominn yfir þrítugt, þroskast sumir bara ekki yfir 15 ár?!
Margrét Elísa;), 10.12.2007 kl. 22:43
gellan bara komin með eigið blogg :) lýst vel á þetta hjá þér skvís...
en leiðinlegt að heyra með bróðir þinn, maður verður svo reiður þegar maður heyrir svona...
knúsknús :*
Tinna Björg (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 14:46
Hæ sæta... Já guð þetta er alveg hræðilegt með hann Ara, ég er ekkert smá reið inní mér eitthvað.
þoli ekki svona fólk er sammála helgu, það hefði bara betur átt að lenda í lakinu.. ég verð eitthvað svo reið þegar ég hugsa um þetta og ég veit að Ari átti þetta svo alls ekki skilið.. úff ég tárast bara við að skrifa þetta...
En vonandi sé ég þig sem fyrst elskan, og flott síað ;)
Ingunn (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 16:18
hæ sæta;* flott nýja síðan þín;) ömurlegt þetta með bróðir þinn..hvað er að fólki!!!:S
Elínborg (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 22:15
Ingunn: Já þetta er ömurlegt! og vont..
En já sjáumst um helgina skvísa og hafðu það gott með Aranum þínum
Elínborg: Takk elskan
Já ég veit, sumt fólk á eitthvað alvarlega mikið bágt, því miður
Vonum bara að þeir fái einhvern dóm eða góða sekt í skaðabætur! 
Margrét Elísa;), 11.12.2007 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.