Jáhh! Heath Ledger bara dáinn!
23.1.2008 | 12:09
Kl. 22:58 í gærkvöldi fæ ég símtal frá Lovísu og hún segir mér að uppáhaldsleikarinn minn sé barasta dáinn! Alveg ótrúlegt! Þetta er alveg ótrúlega sorglegt verð ég að segja.. Alveg síðan ég var bara 11 eða 12 ára fannst mér hann þvílikt æðislegur og alltaf þegar ég var spurð hver væri uppáhalds leikarinn minn sagði ég alltaf hann og þá sögðu flestir: Ha? Hver er það? hehe.. En, svona er þetta, nú er bæði sagt að þetta hafi tengst lyfjanotkun og að hann hafi látist af slysförum, en ég verð nú bara að segja að það var farið að sjást vel á honum að hann væri í einhverju rugli og var búinn að missa eiginlega allan sjarman sem hann bjó yfir hérna í denn, heh Engu að síður rosalega góður leikari , en svona fara þeir nú oft.. Ekki gaman Blessuð sé minning hans!
Heath Ledger látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
já maður er varla að trúa þessu sko... Huxaði einmitt til þín um leið og ég las mbl.is.. Sorglegt, sorglegt, sorglegt!!!!
*knús*
Helgan, 23.1.2008 kl. 12:43
sá þessa frétt og spurði bara...who?
hef ekki grænan guðmund um hver maðurinn er. jú, hann lék í einni bíómynd
Brjánn Guðjónsson, 23.1.2008 kl. 12:47
Jú hva! hann var í: 10 things I hate about you, Brokeback Mountain, The Brothers Grimm, Casanova, Ned Kellly og Monsters Ball en bara mjög lítið hlutverk þar og var að gera það byrjaður að gera það gott, í leikbransanum allavega..
... Já mjög sorglegt!
Margrét Elísa;), 23.1.2008 kl. 13:06
votta þér samúð mína Margrét mín! fattaði ekki að gera það í gær hehe :p :* en já þetta var algjör sjarmör og snilldar leikari.. hans verður fallega minnst í bíómyndum sínum, veit samt ekki með Broakback Mountain, leiðinlegur við konuna sína þar!!!
en takk fyrir gærkvöldið, múhhhaaa :*
Tinna Björg (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 13:08
Ledgerinn var flottur Magga mín, mæli með að fólk skoði þessa youtube klippu sem ég læt fylgja, trailer af næstu Batman mynd þar sem Ledger leikur Jokerinn! Ógeðslega flottur, ég fékk algjört sjokk í gærkvöld! http://youtube.com/watch?v=WaIR9dAZRR0
Baldur Þór (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 13:27
Heh takk Tinna mín;) og takk sömuleiðis fyrir gærkveldið;* Verð að játa það að ég hef aldrei séð Broakback Mountain Geri það núna sem fyrst.. ;)
Já Baldur, hann var flottur;) Ætla sko að sjá þessa Batman mynd!
Margrét Elísa;), 23.1.2008 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.