Trúlofunarflug! ;)
9.8.2008 | 02:16
Hehe já hvern hefði grunað að 08.08.08 væri dagurinn! Semsagt í kvöld vorum við í fertugs afmæli hjá Boggu frænku Ragga og eftir hana fóru við heim, Raggi sagði mér að fara í ,,venjuleg" föt og svo fórum við útá flugvöll, ég skildi nú ekki alveg hvað stóð til, afhverju að fara að fljúga kl. hálf 11 um kvöld? Heh.. Það var sko heldur betur ástæða fyrir því.. Svaka flott að fljúga svona á kvöldin í myrkinu, ógla rómó.. Þegar við vorum að fljúga yfir húsinu okkar á Stokkseyri biður Raggi mig að taka við stýrinu og fljúga smá fyrir sig.. Svo er ég að stýra og þá segir Raggi: Margrét, viltu giftast mér?
Með hring og alles.. Ég MISSTI andlitið gjörsamlega!! Hvarflaði ekki að mér! Ég sagði að sjálfsögu JÁ og var ekki lengi að því
Þvílík hamingja og ótrúleg tilfinning! Hringurinn sem hann var gaf mér er ,,bónorðs" hringurinn ROSA flottur gull og hvítagulls með demöntum og á morgun ætlum við að koma við í Jón og Óskar og finna trúlofunarhringana saman.. Get ekki beðið, ég er svo hamingjusöm að ég er bara við það að springa
..Nú erum við að finna okkur til fyrir Akureyrarferðina í fyrramálið, ekki auðvelt að fara að sofa eftir þetta samt.. og er planið að leggja af stað kl. 7 eða 8 í fyrró.. Margir góðir tímar framundan!
... Margrét Elísa hamingjusamasta
Athugasemdir
Til hamingju sæta par!!! fékk gæsahúð við lesturinn!!!
María Rún (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 10:05
ohh GÆSAHÚÐ!! .. AFTUR!! er svo ánægð fyrir ykkar hönd!!! þið eruð búin til fyrir hvort annað, klárlega!! :) love you, þið eruð sætust! ;)
Tinna Björg (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 16:17
Elsku dúllurnar mínar, innilega til hamingju með trúlofunina. Ekkert smá rómantískt hjá kallinum, prik fyrir þetta
Ella frænka (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 16:39
Enn og aftur til hamingju bara krúttað
Raggi rómó hehehe
tók vélin ekki dýfu í átt að húsinu ykkar eða hehe? þú ert enþá svífandi um á bleiku skýi þarna happý Maggan
gott að vera hamingjusöm það er víst ábyggilegt djöfulli góð tilfinning það
knús og kram
Helgan, 11.8.2008 kl. 07:47
Er það rétt sem ég las á netinu um daginn, að það væri komin nýr ástarguð, Ragnar hinn rómantíski? ég er bara ekki frá því :P hehe
Valli (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 12:56
Takk dúllur! :) ;** Heh já, held að Ragnar sé barasta hinn nýji ástarguð! :)
Margrét Elísa;), 11.8.2008 kl. 17:38
Innilega til hamingju með trúlofunina Margrét mín;***
annalinda (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 18:38
omg innilega til hamingju með trúlofunina sætu ég fékk enga smá gæsahúð við lesninguna:)
Linda bj. (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 19:20
Gerist þetta eitthvað rómantískara eða ? Innilega til hamingju með þetta sætu.
Eydís (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 21:24
Innilega til hamingju með trúlofunina Margrét og Ragnar..
Gréta. (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 23:38
Innilega til hamingju með trúlofunina :*
Hulda Ríkey (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 20:29
Takk ALLIR! Frábært að fá svona margar kveðjur! ;) :***
Margrét Elísa;), 12.8.2008 kl. 21:43
Turtildúfur :D en og aftur til hamingju
Selma (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 23:00
Innilega til hamingju með trúlofunina frænka
Yndislegar fréttir, ég fékk nánast tár í augun þegar ég var að lesa þetta, þvílíkt rómó 
Aðalheiður M Steindórsdóttir, 14.8.2008 kl. 12:06
Margrét Elísa;), 14.8.2008 kl. 19:38
Til hamingju ;)
Blaka (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 21:21
Takktakk;)
Margrét Elísa;), 17.8.2008 kl. 22:02
Tanja (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.