Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Heath Ledger í síðustu myndinni sinni!

Ég, Raggi, Valli og Tinna fórum áðan á Batman myndina The Dark Knight.. Vávává var hún góð! Mun enginn verða fyrir vonbrigðum með þessa!! Mæli alveg hiklaust með henni! Skrítið hvað það var magnað að horfá Heath L. þarna í þessari mynd, svoo sorglegt.. Kom heim kl. 11 og er bara búin að sitja fyrir framan tölvuna og skoða myndir af þessum magnaða manni.. Ekki að ná þessu að hann sé dáinn og sit bara hérna, horfi á sorgleg video með honum og tárast.. Þið vitið hvernig þetta er þegar maður dýrkar einhvern það mikið að það er eins og maður þekki hann, þannig leið mér allavega gangvart Heath Ledger heitnum!Crying Ykkur finnst ég kannski skrítin en ég er bara mjög sorgmædd yfir þessu, þó að ég hafi ekkert þekkt hann... Allavega! úff... Farið á þessa mynd! Smile

              

Smá hérna í minningu hans;

http://www.youtube.com/watch?v=dV4-3N5k0ys&feature=related

 

               

  -----> Finnst ótrúlegt að fólk hafi náð myndum af því þar sem er verið að flytja líkið af honum.. Er ekkert respect!? Frown

 


Sumarfrí! ;)

Já, ég er sko í sumarfríi og Raggi líka.. Fórum núna eftir vinnudaginn 11. Júlí, byrjuðum semsagt eiginlega 12. þá:) Een, þetta er búið að vera voða ljúft líf, búin að fara ekki nema 3x til Rvíkur og er að fara aftur á morgun.. Hehe! Já, mætti halda að ég myndi fá nóg eftir alla skólakeyrsluna en neee! Greinilega ekki.. Við erum líka búin að þökuleggja sem er ÆÐISLEGT! Allt annað líf! Og fyrir 3 vikum steyptum við stétt hérna fyrir framan útidyrahurðina, það er búið að setja möl á bakvið þar sem þvottasnúrurnar eiga að vera.. Svo að þetta kemur allt, á bara eftir að steypa innkeyrsluna, mála húsið og klára undirneglinguna! Hvah, ekkert málBlush Híhí.. En já, það er margt búið að gerast síðan ég bloggaði síðast.. Til dæmis áttum við Raggi 2 ára afmæli 2. Júlí og þann dag fékk ég svaka flottan blómvönd sendan í vinnuna til mín, ekkert smáá sættInLove Yndislegur þessi Raggi minn! Svo eldaði ég lambafillet og meðþví í kvöldmat, sem heppnaðist allt fullkomlega, enda happadagur;) Svo helgina eftir, eða á laugardeginum var hann búinn að plana ,,surprise" í tilefni afmælisins og hann hljómaði svona: lögðum af stað kl. 11 um morguninn, fórum í sérstakt ,,Margrétarflug" eins og hann kallaði það sem er semsagt flug með mikið af dýfum, sem mér finnst sko EKKI leiðinlegt! HehCool svo keyrðum við til Rvíkur, í Bláa Lónið og út að borða á Caruso eftir það.. Svo ætluðum við í bíó en voru eiginlega engar myndir sem okkur langaði að sjá þannig að.. Við fórum bara heim.. Þetta var alveg æðislega rómantískur og skemmtilegur dagur..

..Helgina eftir það var svo sumarfríið byrjað og Bryggjuhátíðin gengin í garð.. Við skelltum okkur í partí og á ball, það var mjög gaman líka! Mikið grín og mikið gaman;) Svo þann 17. Júlí átti Raggi afmæli, 28 ára kallinnLoL Við héldum smá kvöldkaffi og það komu alveg fullt af fólki.. Kláraðist næstum allt sem ég græjaði, sem betur fer var nóg fyrir alla.. Maður er ennþá aðeins að átta þig á því hvað þarf að gera mikið fyrir hvað marga og jaríjaríjarí allt þaðHalo

En allavega, þá vona ég að það sé ennþá eitthvað spennandi eftir í sumarfríinu, 2 vikur eftir! Vúhúú! Förum vonandi í aðra útilegu, búin að fara í eina, fyrstu helgina í Júlí með Önnu Lindu, Bjarka, Lindu, Steina, Guðjóni, Söndru, Valla, Vigni, Örvari, Haffa og Ínu.. Það var rosa gaman líka.. Mjööög ánægð með það sem af er sumrinu! Grin En jæja, nú ætla ég að segja þetta gott í bili..

 

Margrét í sömmerskapi!! W00t


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband